Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Hofsós á morgun, 24. júní
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur á Hofsós næstkomandi þriðjudag, 24. júní, en þá mun lúxusskipið Silver Wind leggst að akkeri utan við höfnina klukkan 8:00 um morguninn og ferja farþega í land.
Silver Wind er 163 metra langt og 22 metrar á breidd. Þar eru um borð alls 302 farþegar og 222 áhafnarmeðlimir.
Skipið mun heimsækja Hofsós alls fimm sinnum í sumar og má því búast við líflegu mannlífi og gestakomu í bænum næstu vikurnar.
Gestirnir munu fá fjölbreytta upplifun af íslenskri náttúru, menningu og sögu. Farþegar munu til að mynda fara í hestaferðir á Hellulandi, labba um bæinn með leiðsögn og heimsækja Vesturfarasetrið, smakka hákarl og þurrkaðan fisk og fræðast um verkunina. Þá býðst farþegum að fara í gönguferðir með leiðsögn hjá Þórðarhöfða og keyrt fram hjá Grafarkirkju.
Það er ástæða til að fagna þessum gestakomum og eru gestirnir boðnir hjartanlega velkomnir í Skagafjörðinn.