Fara í efni

Fyrirhuguð verkföll BSRB

25.05.2023

Að öllu óbreyttu er hluti starfsfólks sveitarfélagsins á leið í verkfall þar sem Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþágu er innan BSRB. Að svo stöddu ná verkfallsboðanir til félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum, íþróttamannvirkjum, leikskólum, ráðhúsi, þjónustumiðstöð og Skagafjarðarveitum. Félagsmenn Kjalar á umræddum starfsstöðvum eru um 80 talsins, svo ljóst er að verkfallsaðgerðirnar munu hafa víðtæk áhrif á þá þjónustu sem umræddar stofnanir sveitarfélagsins veita íbúum Skagafjarðar. Misjafnt verður hvernig áhrifa gætir, en í flestum tilvikum er um að ræða styttri opnunartíma og/eða skerta þjónustu. Einhverjar stofnanir þurfa þó að loka alveg á meðan verkfalli stendur. Slíkt verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.

Leikskólar munu hafa samband við foreldra og forráðamenn varðandi útfærslu skólastarfs en gera má ráð fyrir því að börn þurfi að vera heima að einhverju leyti á verkfallsdögum.

 

Hér má sjá yfirlit yfir boðuð verkföll innan Skagafjarðar:

Sundlaugar/íþróttamannvirki

  • Frá laugardeginum 27. maí 2023 til og með mánudeginum 29. maí 2023.
  • Frá mánudeginum 5. júní 2023 – ótímabundið.

Leikskólar

  • Frá þriðjudeginum 30. maí 2023 til og með fimmtudeginum 1. júní 2023.
  • Frá mánudeginum 5. júní 2023 til og með föstudeginum 16. júní 2023.

Þjónustumiðstöð

  • Frá mánudeginum 5. júní 2023 til og með föstudeginum 16. júní 2023.

Skagafjarðarveitur

  • Frá mánudeginum 5. júní 2023 til og með miðvikudeginum 5. júlí 2023.

Ráðhús

  • Frá mánudeginum 5. júní 2023 til og með miðvikudeginum 5. júlí 2023.