Fara í efni

Frístundasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir tímabundið starf í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laust til umsóknar

16.12.2016

Frístundasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir tímabundið starf í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laust til umsóknar

 

Tímabil: Frá byrjun janúar 2017 til og með miðjum febrúar 2017.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Starfsheiti: Starfsmaður íþróttamannvirkis.

Lýsing á starfi: Starf starfsmanns íþróttamannvirkis felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá, eftirlit með íþróttasal og almennum þrifum á sal og klefum.

Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Reynsla og menntun er kostur.

Vinnutími: Unnið er á vöktum.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör fara eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Yfirmaður: Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála.

Umsóknarfrestur er til og með 29. desember 2016

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður, í síma 660-4639 eða valdi@skagafjordur.is. Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.