Fara í efni

Framúrskarandi skagfirsk fyrirtæki 2017

24.01.2018
Framúrskarandi fyrirtæki 2017

Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Að þessu sinni komust 868 fyrirtæki á listann og hafa þau aldrei verið fleiri.

Til að uppfylla kröfur Creditinfo þarf að uppfylla eftirfarandi:

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú síðustu rekstrarár
  • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú síðustu rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú síðustu rekstrarár
  • Eignir a.m.k. 90 m.kr. á síðasta rekstrarári og 80 m.kr. tvö rekstrarár þar á undan
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi skilað á réttum tíma.

 

Aðeins 2,2% fyrirtækja uppfylla ofangreindar kröfur af þeim ríflega 38.500 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá.

Meðal þessara fyrirtækja eru 10 skagfirsk fyrirtæki en það eru:

  • FISK Seafood ehf.
  • Friðrik Jónsson ehf.
  • Kaupfélag Skagfirðinga svf.
  • Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf.
  • Raðhús ehf.
  • Spíra ehf.
  • Steinull hf.
  • Steypustöð Skagafjarðar ehf.
  • Vinnuvélar Símonar ehf.
  • Vörumiðlun ehf.

Við óskum þessum fyrirtækjum innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

Heimild: www.huni.is og www.creditinfo.is