Fara í efni

Framúrskarandi fyrirtæki í Skagafirði 2022

19.10.2022

Í þrettán ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 896 fyrirtæki sem komust á listann. Eins og segir á heimasíðu Creditinfo er það markviss undirbúningur og þrotlaus vinna sem liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr. 

Meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2022 eru 13 skagfirsk fyrirtæki, en það eru:

  • Fisk Seafood ehf.
  • Steinull ehf.
  • Ó.K. Gámaþjónusta - Sorphirða ehf.
  • Vörumiðlun ehf.
  • Ölduós ehf.
  • Nesver ehf.
  • Friðrik Jónsson ehf.
  • Steypustöð Skagafjarðar ehf.
  • Dögun ehf.
  • K-Tak ehf.
  • Raðhús ehf.
  • Vinnuvélar Símonar ehf.
  • Þ. Hansen ehf.

Þess má geta að eitt fyrirtæki í Skagafirði hefur verið á listanum frá upphafi, eða samfleitt frá árinu 2010 og er það Steinull ehf.

Við óskum þessum fyrirtækjum innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

Heimild: www.creditinfo.is / www.mbl.is