Framkvæmdir við Sauðá

Framkvæmdir við Sauðá
Framkvæmdir við Sauðá

Framkvæmdir standa nú yfir við Sauðána á móts við Ábæ. Verið er að breyta farvegi árinnar til að gera hana sýnilegri í umhverfinu með gerð tjarna og hólma. Tilgangurinn er að að tengja Sauðárgilið og Litlaskóg við neðra vatnasvæði árinnar og mynda þannig samhangandi heild. Í ár verður unnið að grófri landmótun, gerð tjörn, hólmi og stífla og síðar verður farið í stígagerð og gróðursetningu.