Fara í efni

Framboð til sveitarstjórnarkosninga 2022 - tímamörk og frestir

24.03.2022

Stjórnarráðið hefur gefið út tímalinu fram að sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara þann 14. maí næstkomandi þar sem fram koma helstu dagsetningar og tímafrestir.

Föstudaginn 8. apríl klukkan 12 á hádegi rennur út frestur til að skila inn framboðum fyrir kosningarnar og skal yfirkjörstjórn auglýsa framkomin framboð eigi síðar en 14 apríl.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfunda á að hefjast eigi síðar en 15. apríl, á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og í fangelsum skal hún hefjast eigi síðar en 23. apríl.

Landskjörstjórn hefur tekið við kosningavef dómsmálaráðuneytisins, www.kosning.is, en þar má finna hagnýtar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd kosninga. Ný kosningalög nr 112/2021 tóku gildi 1. janúar 2022.