Fara í efni

Fræðsluþing Vitundarvakningar 1. október

02.10.2013

Þriðjudaginn 1. október stóð Velferðarráðuneytið fyrir fræðsluþingi í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Þingið var hluti af átaki um vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Þeir sem starfa með börnum og unglingum voru sérstaklega hvattir til að mæta. Dagskráin samanstóð af sex erindum frá fagfólki og að þeim loknum gafst kostur á umræðu í minni hópum sem fyrirlesarar stýrðu. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Sólveig Fríða Kjærnested, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Fáðu já.

Um 200 þátttakendur voru á þinginu, meðal annars frá félagsþjónustu Skagafjarðar, Árskóla, FNV og Félags- og skólaþjónustu A-Hún. Almenn ánægja ríkti með þingið og góðar umræður sköpuðust. Nánari upplýsingar um átakið og dagskrá fræðsluþinga um allt land í október má finna á heimasíðu Vitundarvakningar. Nánari upplýsingar um Fáðu já má nálgast á heimasíðu verkefnisins.

 

http://www.velferdarraduneyti.is/vitundarvakning/

 

http://faduja.is/