Fara í efni

Fræðsludagur í skólum Skagafjarðar

27.08.2015

Árlegur fræðsludagur leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar var haldinn í Miðgarði s.l. föstudag. Dagurinn markar upphafið að nýju skólaári og er þetta í 6. sinn sem fræðsludagurinn er haldinn. Þar koma saman allir starfsmenn skólanna, um 200 manns. Markmið fræðsludagsins er að fræðast um fagleg málefni sem snerta skólastarf og skiptast á hugmyndum og nýjungum. Dagurinn býður einnig upp á að starfsmenn, hvar í skóla sem þeir starfa, efli kynni sín á milli og auki skilning sinn á því mikla starfi sem fer fram í skólasamfélaginu í Skagafirði. Á myndinni er Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, að halda erindi um siðfræði, fagmennsku, sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Auk þess voru haldin erindi um læsisstefnu sem verið er að móta fyrir alla þessa skóla og ytra mat. Þá voru haldnar 8 málstofur þar sem skólafólk í Skagafirði miðlar ýmsum verkefnum og þróunarstarfi sem unnið er að í skólunum.