Fara í efni

Forstöðuþroskaþjálfi óskast til starfa á Sauðárkróki

30.10.2017

Forstöðuþroskaþjálfi óskast til starfa á Sauðárkróki

 

Upphaf starfs: Frá 1. janúar 2018 eða fyrr eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Starfssvið: Forstöðuþroskaþjálfi leitast við að auka lífsgæði og sjálfstæði fatlaðs fólks og stuðlar að valdeflingu þeirra. Sér um gerð einstaklingsmiðaðra þjónustuáætlana, mat og mælingar. Forstöðuþroskaþjálfi ber ábyrgð á samskiptum við aðstandendur og eftir atvikum samstarfsaðila. Veitir leiðsögn og ráðgjöf til þjónustunotenda og starfsmanna.

Forstöðuþroskaþjálfi stjórnar fleiri en einni þjónustueiningu (Kleifatún 17-25 og Fellstún 19b). Gerir áætlanir fyrir þær, s.s. rekstrar- og fjárhagsáætlanir í samráði við yfirmann.

Menntunarkröfur: Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda. Gerð er krafa um bílpróf.

Hæfniskröfur: Reynsla og þekking í faglegri og rekstrarlegri stjórnun, áætlanagerð,  starfsmannahaldi og daglegri stjórnun er æskileg. Þekking á lögum og reglugerðum sem varða þjónustu við fatlað fólk er æskileg. Reynsla og þekking af málefnum sveitarfélaga er kostur. Reynsla af teymisvinnu er kostur.

Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni.  Umsækjandi þarf jafnframt að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér, ríka ábyrgðartilfinningu, vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, jákvæður og sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur sveitarfélagsins.

Vinnutími: Dagvinna.

Launakjör: Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands, eða hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember 2017

Nánari upplýsingar: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri málefna fatlaðs fólks, í síma 455-6000 eða gretasjofn@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini, leyfisbréfi ásamt ökuskírteini þurfa að fylgja umsókn.

Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar sem og konur eru hvött til að sækja um.