Fara í efni

Flugeldasýningar um áramót

30.12.2021

Nú líður að lokum ársins 2021 og stendur til að kveðja það með glæsilegum flugeldasýningum.

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit og Skátafélagið Eilífsbúar, Björgunarsveitin Grettir og Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð standa fyrir flugeldasýningum í Skagafirði á gamlársdag.

Sýningarnar verða sem hér segir:

Sauðárkrókur – Skotið ofan af Nöfum kl. 21:00

Hofsós – Flugeldasýning kl. 17:30

Varmahlíð – Sýning fyrir neðan Varmahlíð kl. 17:15

 

Hægt verður að sjá sýningarnar úr góðri fjarlægð og brýnt er að hafa í huga þau tilmæli að forðast hópamyndanir.