Fjölskyldusvið óskar eftir starfsfólki í Hús Frítímans

Fjölskyldusvið óskar eftir að ráða:

 Frístundaleiðbeinandi tímabundið frá 15. feb til 31. ágúst í 75 % starf í Hús Frítimans með möguleikum á að auka starfshlutfall í 100% starf frá 1. Maí.

Og Frístundaleiðbeinanda  í hlutastarf á vaktir frá 18. Mars til 15. Maí.

Starfið er fólgið í skipulagningu  og vinnu með börnum og unglingum í frístundaþjónustu sveitarfélagsins.

Umsækjendur þurfa að vera góðir í mannlegum samskiptum, hafa gaman að vinna með börnum og unglingum og vilja til að læra og þroskast í störfum sínum.

Starfið hentar bæði körlum sem konum

Laun eru samkvæmt samningi  Íslenskra  sveitafélaga

Skila skal rafrænum umsóknum í íbúagátt sveitarfélagsins eða hér á heimasíðu sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er 14. Febrúar 2013

Upplýsingar gefur Þorvaldur Gröndal  valdi@skagafjordur.is eða í  Gsm: 660-4639