Fara í efni

Fjölbreytt jóladagskrá í Skagafirði

12.12.2014
Krókurinn

Það er jólalegt í Skagafirði, snjór og jólaljós og fjölbreytt dagskrá fyrir helgina. Söngkeppni Friðar verður í Miðgarði í kvöld en keppnin er undankeppni Samfés sem fram fer í mars. Á laugardaginn verður opið í Alþýðulist í Varmahlíð, vinnustofunni í Gúttó og Maddömukoti, ásamt öllum verslununum sem margar hverjar eru með kynningar og tilboð eins og Sauðárkróksbakarí sem kynnir gjafapakka.

Á sunnudaginn er fjölskyldumessa í Sauðárkrókskirkju og aðventuhátíð á Hólum. Vilji einhver ná sér í skagfirskt jólatré er í boði að höggva sér tré í Hólaskógi og einnig í skógræktinni í Varmahlíð. Það verður opið í Sögusetri íslenska hestsins og Bjórsetrinu, jólabasar í Nýjabæ og jólasveinar á sveimi. Einnig verður opið í Áskaffi í Glaumbæ.

Jóladagskrá vikunnar má sjá í heild sinni hér.