Fara í efni

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 samþykkt í sveitarstjórn

15.12.2022

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 var samþykkt í sveitarstjórn á fundi hennar í gær. Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið Skagafjörð, stofnanir þess og hlutdeildarfélög. Forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðar 2023 og áætlunar fyrir árin 2024-2026 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.

Áætlun ársins 2023 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 7.680 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 6.723 m.kr.

Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 6.677 m.kr., þar af er A-hluti 6.454 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 817 m.kr, afskriftir nema 278 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 464 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild, A- og B-hluta, er áætluð jákvæð, samtals með 60 m.kr. í rekstrarafgang.

Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 435 m.kr. Afskriftir nema 165 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 372 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 103 m.kr.

Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2023, 13.040 m.kr., þar af eignir A-hluta 8.807 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 9.542 m.kr., þar af hjá A-hluta 8.608 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.498 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 26,83%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.199 m.kr. og eiginfjárhlutfall 12,22%.

Ný lántaka er áætluð 500 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða 789 m.kr. Skuldir verða því greiddar niður um 289 m.kr. umfram lántöku á árinu 2023.

Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.799 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.642 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 119,3% og skuldaviðmið 96,1%.

Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 342 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 712 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 377 m.kr. hjá samstæðunni í heild.

Fjárhagsáætlun 2023-2026
Fjárhagsáætlun 2023 - greinargerð sveitarstjóra