Felagsstarf eldri borgara hefst fljótlega í Húsi frítímans

Úr Húsi frítímans - mynd feykir.is
Úr Húsi frítímans - mynd feykir.is

Á heimasíðu Húss frítímans segir að félagsstarf eldri borgara hefjist mánudaginn 5. október með félagsvist og bridge en miklar framkvæmdir hafa verið í húsinu.
Á miðvikudeginum 7. október byrjar leikfiminámskeið sem Guðrún Helga Tryggvadóttir einkaþjálfari kennir milli kl 10 og 11.  
Eldri borgarar hittast í hverri viku í Húsi frítímans á mánudögum og fimmtudögum til að spila og fá sér kaffi saman milli kl 13 og 16.
Starfsmenn Húss frítímans benda á að ef spilaáhugi er ekki fyrir hendi sé öllum velkomið að mæta og nýta sér allt það sem húsið hefur upp á að bjóða s.s. tölvur, notaleg herbergi til lesturs eða handavinnu og fá sér í leiðinni kaffi í góðum félagsskap.
 Starfsfólkið býður alla velkomna og vonast til að sjá ný andlit í vetur sem vilja nýta sér aðstöðuna.