Félagsráðgjafi tekur til starfa.

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir
Sirrý Sif Sigurlaugardóttir

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi MA hefur verið ráðin til starfa hjá fjölskyldusviði og tók hún til starfa 1.ágúst sl. Sirrý Sif starfaði áður sem fræðslu- og verkefnastjóri Alzheimersamtakanna á Íslandi.  Hún mun sinna verkefnum er varða faglega og rekstrarlega stjórnun heimaþjónustu, húsnæðismál, félagslegri ráðgjöf , fjárhagsaðstoð og daggæslu barna á einkaheimilum.

Við bjóðum Sirrý Sif velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar.