Fara í efni

Félagsráðgjafi óskast til starfa

19.10.2017

 

Félagsráðgjafi óskast til starfa

 

Upphaf starfs: Frá 1. janúar 2018.  Um framtíðarstarf er að ræða.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Lýsing á starfi: Félagsráðgjafi annast almenna félagslega ráðgjöf, ráðgjöf við foreldra og börn, barnavernd, fjárhagsaðstoð, húsnæðismál og önnur verkefni félagsþjónustu. Samstarf í teymum, ráðum og starfshópum og samvinna við aðrar stofnanir sveitarfélagsins, t.d. við leik- og grunnskóla er snar þáttur í starfinu. Hann stýrir sjálfur, í samráði við yfirmenn, daglegri starfsemi varðandi ofangreind verkefni. Hann hefur frumkvæði að skipulagningu daglegra starfa sinna með hliðsjón af samþykktum og reglum sveitarfélagsins og starfsáætlun fjölskyldusviðs sem byggir á hugmyndinni um samþætta og heildstæða fjölskylduþjónustu.

Menntunarkröfur: Starfsréttindi í félagsráðgjöf.

Hæfniskröfur: Reynsla á sviði barnaverndar er æskileg. Þekking og reynsla af vinnu og meðferð mála með einstaklingum og fjölskyldum er æskileg. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, áhugi og reynsla á teymisvinnu. Frumkvæði, nákvæmni ásamt sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum. Færni í skriflegri framsetningu gagna.

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur sveitarfélagsins.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félagsráðgjafafélag Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2017

Nánari upplýsingar: Gunnar M. Sandholt, félagsmálastjóri í síma 897-5485 og 455-6000 eða sandholt@skagafjordur.is

Umsóknir: Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þurfa að fylgja umsókn.

Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf).

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Karlar sem og konur eru hvattir til að sækja um.