Fara í efni

Ert þú með næsta stóra ferðaþjónustuverkefni Skagafjarðar?

25.06.2025

Auglýst er eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Skagafjarðar fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands (DMP). Þau verkefni sem eru á forgangslista Skagafjarðar fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, sem opnað verður fyrir í haust.

Skila þarf inn greinagóðri lýsingu á verkefnum, upplýsingum um hagsmunaaðila ásamt samþykki allra landeigenda ef við á. Verkefni sem til stendur að sækja um fyrir í haust koma einungis til greina.

Árið 2018 var fyrst gerð Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Síðan þá hafa forgangsverkefni Áfangastaðaáætlunar verið uppfærð árlega. Hverju sveitarfélagi á Norðurlandi gefst kostur á að senda inn fimm verkefni á forgangslistann.

Frestur til að skila inn uppbyggingarverkefnum til Skagafjarðar er til og með 31. júlí nk.

Tekið er á móti verkefnahugmyndum á netfangið maria.neves@skagafjordur.is.

Nánari upplýsingar um Áfangastaðaáætlunina og forgangsverkefni er hægt að finna hér.