Er styrkur í þér?

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á árinu 2016 verður ein aðalúthlutun með umsóknarfresti til og með 15. febrúar. 

Atvinnuráðgjafar SSNV verða með vinnustofur/viðtalstíma til að aðstoða umsækjendur með gerð umsókna og veita frekari upplýsingar. Viðtalstímarnir í Skagafirði verða 2. - 4. febrúar á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi. Allar nánari upplýsingar eru á vef SSNV.