Lummudagar hefjast í dag

Frá Lummudögum 2015
Frá Lummudögum 2015

Lummudagarnir hefjast í dag með setningarathöfn við Árskóla á Sauðárkróki kl 17. Í boði verður fiskisúpa, tónlist, hundasýning og parkoursýning. Kl 18:30 verður Raggý með lummuzumba á Mælifelli og kl 20:30 verður menningardagskrá í Gúttó í tilefni af nýútkominni ljóðabók Skarphéðins Ásbjörnssonar. Þar munu Gillon og Þórólfur Stefánsson troða upp og í boði verða léttar veitingar.

Við minnum á að Skagafirði hefur verið skipt upp í litasvæði og hvetjum íbúa til að skreyta í sínum litum.

Landsbankamót í fótbolta stúlkna verður á Sauðárkróksvelli um helgina og má kynna sér það nánar á facebooksíðu mótsins. Drangey Music Festival er á laugardaginn og Landsmót hestamanna hefst á Hólum í Hjaltadal næstkomandi mánudag.

Það verður því nóg um að vera í Skagafirði þessa helgina og næstu viku.