Fara í efni

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag

01.02.2022

Í dag, 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar og jafnframt stofndagur Kvenfélagasambands Íslands. Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað 1. febrúar 1930 og eru því liðin 92 ár frá stofnun sambandsins.

Sveitafélagið Skagafjörður sendir kvenfélagskonunum sínum í kvenfélögum Fljóta, Hofsóss, Hóla- og Viðvíkurhrepps, Lýtingsstaðahrepps, Rípurhrepps, Sauðárkróks, Seyluhrepps, Skarðshrepps, Skefilsstaðahrepps og Staðarhrepps, bestu kveðjur í tilefni dagsins með þökk fyrir ómetanleg og óeigingjörn störf í gegnum árin.

Árið 2010 var 1. febrúar formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár og er hans nú getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum.