Rósmundur Ingvarsson heiðraður fyrir vel unnin störf

Sigfús Ingi færir Rósmundi þakkir fyrir vel unnin störf
Sigfús Ingi færir Rósmundi þakkir fyrir vel unnin störf

Frá og með 1. mars nk. mun starfsstöð bókasafnins á Steinsstöðum sameinast starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð og Héraðsbókasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki.

Rósmundur Ingvarsson hefur sinnt safninu á Steinsstöðum af einstakri natni og áhuga í marga áratugi.

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Þórdís Friðbjörnsdóttir héraðsbókavörður heimsóttu Rósmund í gær og færðu honum þakkir fyrir mikið og gott starf í þágu lestrar- og menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.