Fjölbreyttir tónleikar framundan í Miðgarði

Menningarhúsið Miðgarður
Menningarhúsið Miðgarður

Nú er haustið gengið í garð með tilheyrandi ráðstefnum og fundum segir á heimasíðu Menningarhússins Miðgarðs og töluvert af tónleikum framundan. Á föstudagskvöldinu verður fjör á efri hæðinni til upphitunar fyrir Laufskálaréttarhelgina en þeir Alex Már, Sigvaldi og Jón Gestur ætla að halda uppi fjörinu fram á nótt.

Þann 10. október munu svo norðlensku tenórarnir flytja fjölbreytta dagskrá, íslensk sönglög og óperuperlur. En það eru þeir Kristján Jóhannsson, Óskar Pétursson og Árni Geir Sigurbjörnsson sem stíga á stokk.

Hvanndalsbræður mæta til leiks þann 16. október og með þeim Gísli Einars og Sóli Hólm. Þetta verða léttir gríntónleikar sem þeir kalla einfaldlega - Lúðar og létt tónlist.

Fleiri spennandi tónleikar eru framundan í Miðgarði í vetur og um að gera að fylgjast með.