Fara í efni

Endurnýjun umsókna um húsaleigubætur

08.08.2016
Sólarlag í Skagafirði

Námsmenn þurfa að endurnýja umsókn sína um húsaleigubætur þegar skólinn byrjar á haustin og skila inn nýjum gögnum. Umsókninni skal skila í Íbúagátt sveitarfélagsins og þarf hún að berast í síðasta lagi 16. dags mánaðar til að umsækjandi eigi rétt á bótum fyrir þann mánuð.

Umsókninni skal fylgja eftirfarandi:

  • Frumrit af þinglýstum húsaleigusamningi til a.m.k. sex mánaða.
  • Staðfest afrit af skattframtali þeirra sem eiga lögheimili og búsetu í íbúðinni.
  • Launaseðla þeirra sem eiga lögheimili og búsetu í íbúðinni síðustu þrjá mánuði.
  • Staðfestingu frá skóla um nám þeirra sem eiga lögheimili og búsetu í íbúðinni.
  • Aðseturstilkynning - ef umsækjandi á lögheimili í Skagafirði en flytur annað vegna náms.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur um húsaleigubætur á vef Velferðarráðuneytisins.