Fara í efni

Einungis skal nota maíspoka undir lífrænan úrgang í Skagafirði

27.06.2024

Af gefnu tilefni viljum við koma þeirri ábendingu til íbúa Skagafjarðar sem og gesta okkar að einungis er tekið á móti lífrænum úrgangi í jarðgeranlegum maíspokum í Skagafirði. Bréfpokana sem þekkjast víða annars staðar skal ekki nota undir lífrænan úrgang. Ástæðan fyrir þessu er að lífrænn úrgangur er sendur til Jarðgerðarstöðvarinnar Moltu og tækin sem notuð eru þar til þess að vinna úrganginn geta stíflast og eyðilagst ef notaðir eru bréfpokar.

Hér er að finna allar helstu upplýsingar um flokkun sorps í Skagafirði.