Fara í efni

Eingöngu tekið á móti reikningum með rafrænum hætti frá áramótum

21.12.2022

Frá og með 1. janúar 2023 verður eingöngu tekið á móti reikningum með rafrænum hætti hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess.

Reikningar skulu vera á svokölluðu XML formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara. Ekki er tekið við PDF reikningum í gegnum tölvupóst.

Mælt er með að söluaðilar gefi út rafræna reikninga í sínum sölukerfum og miðli í gegnum skeytamiðlara. Aðilar sem ekki hafa rafrænt reikningakerfi geta sent sveitarfélaginu reikning á rafrænu formi sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins. Smellt er á hnappinn "Rarfænir reikningar" á forsíðu og fyllt út form sem upp kemur.

Pappírsreikningar sem eru útgefnir eftir 1. janúar 2023 munu verða endursendir og kallað eftir rafrænum reikningum.