Einbýlishúsalóðir við Nestún á Sauðárkróki lausar til umsóknar

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir lausar til umsóknar 14 einbýlishúsalóðir við götuna Nestún á Sauðárkróki.

Umsóknarfrestur um lóðirnar er frá 16. september til og með 30. september 2021.

Lóðum verður úthlutað í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð.

Þeir sem áhuga hafa á framangreindum lóðum geta sótt um rafrænt á heimasíðu sveitarfélagsins eða sent inn skriflega umsókn á Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki. Einnig er hægt að senda umsókn á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is. Deiliskipulag liggur frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki, á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15. Einnig hægt að nálgast gögnin með því að smella hér.

Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar 15. október 2021. Gatan verður malbikuð sumarið 2022.

 

Fh. skipulags- og byggingarnefndar,

Sigurður H. Ingvarsson