Fara í efni

Dekkjakurl verður fjarlægt af völlum sveitarfélagsins

17.01.2017
Árskóli á Sauðárkróki

Samkvæmt ályktun Alþingis frá 2. júní 2016 um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum var umhverfis- og auðlindaráðherra falið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnun, að móta áætlun sem miðaði að því að kurluðu dekkjagúmmíi yrði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það væri að finna.

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fylgst náið með umræðu og rannsóknum á dekkjakurli allt frá því er farið var að ræða hugsanlega skaðsemi þess. Tvívegis hefur verið bókað um málið í byggðarráði og nú síðast þann 12. janúar en þá var lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt áætlun umhverfis- og auðlindaráðherra um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum fyrir hættuminni efni. Á fundinum ákvað byggðarráð að skipta út dekkjakurli á öllum fjórum völlunum í Skagafirði á þessu ári. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á vormánuðum.

 

Sjá nánar um málið: : https://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/aaetlun-vegna-dekkjakurls-komin-ut