Dansmaraþon í Árskóla

Danssýning nemenda Árskóla í íþróttahúsinu 2018
Danssýning nemenda Árskóla í íþróttahúsinu 2018

Í morgun hófst árlegt dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki. Nemendur hófu dansinn kl 11 undir styrkri stjórn Loga Vígþórssonar danskennara og munu dansa til kl 11 í fyrramálið, fimmtudaginn 10. október.

Opið kaffihús verður í skólanum í dag kl 16-22 þar sem á boðstólum er heimabakað bakkelsi og frá kl 19 verður hægt að kaupa nýbakaðar pizzasneiðar og borða á staðnum.

Danssýning verður kl 17 í dag í íþróttahúsinu þar sem allir nemendur skólans taka þátt og eru allir velkomnir í skólann til að fylgjast með og hvetja krakkana.