Dansmaraþon 10. bekkjar Árskóla hefst á morgun
Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla fer fram dagana 2. og 3. október. Munu nemendur dansa frá kl. 10 á miðvikudegi til kl. 10 á fimmtudegi.
Nemendur hafa æft undir stjórn Loga danskennara, sem að sjálfsögðu er mættur og stjórnar dansi af sinni alkunnu snilld.
Kaffihús er opið frá kl. 10:00 í anddyri íþróttahúss og frá kl. 15:30 í matsal skólans.
Pizzusala verður í matsal skólans frá kl. 19:00.
Dansað með 10. bekk miðvikudaginn 2. október:
Kl. 10:30 - 10:55: 6. og 7. bekkur
Kl. 10:55 - 11:20: 2. bekkur
Kl. 11:30 - 12:00: 8. og 9. bekkur
Kl. 12:00 - 12:25: 3. bekkur
Kl. 12:30 - 12:55: 4. bekkur
Kl. 13:00 - 13:20: 1. bekkur
Kl. 13:25 - 13:50: 5. bekkur
Maraþonbolir verða seldir samdægurs í Árskóla á 2.000 kr. og verða afhentir hjá ritara.
Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að panta boli með því að senda tölvupóst á ritara eftir kl. 12 á þriðjudeginum 1. október.
Öll velkomin!