Dansmaraþon 10. bekkjar Árskóla

Næsta sólarhringinn fer fram árlegt dansmaraþon 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki. Nemendur munu hefja dansinn kl 11 í dag miðvikudag og dansa í sólarhring. Logi Vígþórsson danskennari er mættur í fjörðinn og hefur séð um æfingar og mun stjórna dansinum.

Kaffihús verður opið í Árskóla í dag milli kl 15:30 og 22 þar sem hægt er að kaupa heimabakað góðgæti með kaffinu og frá kl 19 er einnig hægt að kaupa pizzusneiðar. Dansmaraþonið er liður í söfnun 10. bekkinga fyrir skólaferðalaginu sem þau fara í næsta vor.

Kl 17 í dag 3. október verður danssýning allra nemenda Árskóla í íþróttahúsinu og eru allir velkomnir bæði á dansssýninguna og að fylgjast með dansmaraþoninu.