Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla stendur nú yfir

Frá dansmaraþoni 10. bekkjar Árskóla
Frá dansmaraþoni 10. bekkjar Árskóla

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla hófst í morgun, 9. nóvember og stendur yfir til kl. 10 í fyrramálið.

Það er Logi Vígþórsson, danskennari, sem stjórnar dansinum, en nemendur Árskóla hafa verið duglegir við að æfa dans síðustu vikur undir leiðsögn Loga.

Dansinn hófst í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og var dansað þar frá kl. 10-14 í dag og svo færðist dansinn yfir í matsal Árskóla, þar sem dansað verður þangað til í fyrramálið. Dansmaraþoninu lýkur svo í íþróttahúsinu kl. 10.

Gestir eru velkomnir að fylgjast með dansinum og styðja við bakið á krökkunum en kaffihús er opið í matsalnum frá kl. 15:30 og hægt verður að kaupa pizzu og gos frá kl. 19. Gaman væri að sjá sem flesta gesti í skólanum til að styðja við danshópinn.