Fara í efni

Dansmaraþon 10. bekkinga Árskóla hafið

11.10.2023
10. bekkingar Árskóla hefja dansmaraþonið

Dansmaraþon 10. bekkjar Árskóla (árgangur 2008) hófst kl. 10 í morgun og stendur yfir til kl. 10 á morgun, fimmtudag.  Dansmaraþonið er ein helsta fjáröflun 10. bekkjar þar sem þau stefna að því að fara í skólaferðalag til Danmerkur í vor. Eins og hefð er orðin fyrir hafa nemendur æft dans undir stjórn Loga danskennara, sem stjórnar dansinum af sinni alkunnu snilld. Nemendur 1.-9. bekkja skólans fá að dansa með 10. bekkingum á fyrirfram ákveðnum tímum (sjá hér að neðan).

Kaffihús er opið fram á kvöld og pizzusala verður í matsal skólans frá kl. 19-21. Öllum er velkomið að kíkja við í dag og um að gera að taka kvöldverðinn í Árskóla.