Fara í efni

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2020
Jónas Hallgrímsson

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807 og því eru 213 ár frá fæðingardegi hans í dag. Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrfræðingur og rannsakaði íslenska náttúru en hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Hann var einnig einn af Fjölnismönnum sem störfuðu í Kaupmannahöfn og gáfu út ritið Fjölni, hann þýddi mikið á íslensku og var mikill nýyrðasmiður. 

Viðburðir tengdir deginum verða með öðrum hætti en venjulega vegna samkomutakmarkana en Sveitarfélagið Skagafjörður hvetur íbúa Skagafjarðar og landsmenn alla til að gera sér dagamun og fagna deginum hver með sínum hætti.