Fara í efni

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2015

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807. Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrfræðingur og rannsakaði íslenska náttúru en hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Hann var einnig einn af Fjölnismönnum sem störfuðu í Kaupmannahöfn og gáfu út ritið Fjölni.

Í dag verður dagskrá á Löngumýri þar sem annars skálds verður minnst en dagskráin ber heitið, Hver er þessi Ólína? Það eru Skagfirski kammerkórinn og nemendur 7. bekkjar Varmahlíðarskóla sem standa að dagskránni eins og undanfarin ár og nú er það Ólína Jónasdóttir, skagfirsk skáldkona, sem verður fjallað um. Dagskráin hefst kl 20 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir að hlýða á flutninginn í tali og tónum.