Fara í efni

Dagforeldri óskast til starfa

29.04.2014

Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga leitar eftir samstarfi við aðila sem gæti hugsað sér að taka börn í daggæslu á einkaheimili á Sauðárkróki eða næsta nágrenni.

Dagmæður/dagfeður eru sjálfstætt starfandi verktakar sem taka að sér daggæslu barna á heimili sínu. Félags- og tómstundanefnd veitir starfsleyfi að vissum skilyrðum uppfylltum og Fjölskylduþjónustan annast niðurgreiðslur vistgjalds,veitir dagforeldrum ráðgjöf og stuðning og sinnir eftirliti með starfseminni eins og kveðið er á um í reglugerð félagsmálaráðuneytisins nr. 907 frá árinu 2005. Reglugerðina er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/907-2005

Þau sem eru áhugasöm að vita meira um málið hafi samband við Gunnar M. Sandholt eða Aðalbjörgu Hallmundsdóttur, sími 455 6000.