Dagforeldrar á Sauðárkróki og nágrenni

Sveitarfélagið leitar eftir samstarfi við dagforeldra
Sveitarfélagið leitar eftir samstarfi við dagforeldra

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar leitar eftir samstarfi við aðila sem gætu hugsað sér að taka börn í daggæslu á einkaheimili á Sauðárkróki eða næsta nágrenni. 

Sveitarfélagið hefur samþykkt hækkun á niðurgreiðslum og reglur sem fela í sér tekjutryggingu og þannig aukið atvinnuöryggi dagforeldra. Sveitarfélagið vill leita frekari leiða til að gera starfið meira aðlaðandi. Í því sambandi viljum við ræða við þau sem hafa áhuga á þessu starfi.

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi verktakar sem taka að sér daggæslu barna á heimili sínu. Félags- og tómstundanefnd veitir starfsleyfi að vissum skilyrðum uppfylltum og Fjölskyldusvið annast niðurgreiðslur vistgjalds, veitir dagforeldrum ráðgjöf og stuðning og sinnir eftirliti með starfseminni eins og kveðið er á um í reglugerð velferðarráðuneytisins nr. 907 frá árinu 2005.
Reglugerðina má finna hér.

Þau sem eru áhugasöm að vita meira um málið hafi samband í síma 455 6000 við Gunnar Sandholt, félagsmálastjóra, eða með tölvupósti sandholt@skagafjordur.is.