Fara í efni

Brunavarnir Skagafjarðar fá nýja slökkvibifreið – Samningur undirritaður

08.05.2018
Svavar Atli Birgisson, Benedikt Gunnarsson og Ásta Pálmadóttir.

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í lok nóvember var samþykkt að ganga að tilboði Ólafs Gíslasonar hf. og Eldvarnamiðstöðvarinnar um kaup á nýrri slökkvibifreið. Nýja bifreiðin mun koma í stað 38 ára gamallar slökkvibifreiðar, sem hefur þjónað sínu hlutverki vel fyrir Brunavarnir Skagafjarðar.

Í gær var svo samningur undirritaður í ráðhúsinu á Sauðárkróki. Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri og Benedikt Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar hf. og Eldvarnamiðstöðvarinnar skrifuðu undir samninginn í viðurvist Svavars Birgissonar, slökkviliðsstjóra.

Von er á bifreiðinni til Brunavarna Skagafjarðar í lok september.