Fara í efni

Breyttur útivistartími barna

01.09.2016
Útivistarreglur barna

Til foreldra og forráðamanna barna í Sveitarfélaginu Skagafirði.

 Í dag 1. september breytist útivistartími barna, en samkv. 92. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, segir:

 „Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.“

 Með von um að foreldrar gæti þess að virða þessi lög.

Forvarnarteymi Sveitarfélagsins Skagafjarðar