Fara í efni

Breyttur opnunartími í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð vegna manneklu

04.06.2024

Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sumarstarf og er ráðningahlutfall ásamt vinnutíma umsemjanlegur.

Breyttur opnunartími verður frá 12-21 á virkum dögum og 10-18 um helgar. Opnunartími verður endurskoðaður náist að manna í allar stöður.

Hægt er að sækja um hér: https://jobs.50skills.com/skagafjordur/is/25680