Fara í efni

Breytingar á þjónustu sveitarfélagsins í kjölfar smita

08.05.2021

Fjögur Covid-19 smit greindust í Skagafirði í gær. Smitrakning stendur yfir og er talsverður fjöldi fólks komin í úrvinnslusóttkví í sveitarfélaginu. Í ljósi þessa verða eftirtaldar breytingingar á starfsemi sveitarfélagsins frá og með morgundeginum, sunnudeginum 9. maí.

Skerðing verður á starfsemi sundlauga í sveitarfélaginu. Sundlaugar verða opnar en heitir pottar verða lokaðir ásamt gufu- og eimböðum.

Þjónusta í ráðhúsi verður áfram með þeim takmörkunum sem hafa verið í gildi undanfarið en ekki eru allir starfsmenn ráðhússins staðsettir í ráðhúsinu. Fólk er því hvatt til að beina erindum sínum í gegnum síma (455-6000), tölvupóst eða íbúagátt á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar eigi það þess kost. Netföng flestra starfsmanna er að finna á heimasíðunni en einnig má senda fyrirspurnir á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is. Opnunartími afgreiðslu er frá kl 10:00 – 12:00 og 12:30 – 15:00 alla virka daga.

Mælst er til þess að íþróttaæfingar yngri flokka verði felldar niður meðan smitrakning stendur yfir og þangað til heildarmynd er komin á dreifingu smita.

Umhverfisdagar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem fara áttu fram 15. maí og plokk-áskoranda keppni milli fyrirtækja sem átti að hefjast núna á mánudag er frestað um óákveðin tíma.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum og verður staðan endurskoðuð í samræmi við framgang smitrakningar og heildarumfang smita.

Að lokum er vert að minna á að gæta allra persónulegra sóttvarna og fara að öllu með gát. Mikilvægt er að einstaklingar sem finna fyrir einkennum séu ekki á meðal fólks og fari í skimun við fyrsta tækifæri.