Breytingar á deili- og aðalskipulagi Gönguskarðsárvirkjunar

Skipulags- og bygginganefnd samþykkti á fundi sínum 26. janúar 2015 að kynna breytingartillögu varðandi Gönguskarðsárvirkjun. Breytingin varðar bæði aðal- og deiliskipulag og liggja tillögurnar frammi á heimasíðu sveitarfélagsins og hjá skipulags- og byggingafulltrúa í Ráðhúsi til 6. febrúar en þá rennur út frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum en þær þurfa að vera skriflegar.

Auglýsingar um skipulagsmál