Fara í efni

Breytingar á aðalskipulagi 2009-2021

09.06.2015

Á fundi sveitarstjórnar þann 13. maí síðastliðinn voru samþykktar tvær tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Það eru Gönguskarðsárvirkjun, aðrennslisgöng og nýtt stöðvarhús og Deplar í Austur-Fljótum, landbúnaðarsvæði verður verslunar- og þjónustusvæði. Tillögurnar voru auglýstar frá 10. mars til 29. apríl síðastliðinn á heimasíðu sveitarfélagsins og víðar og þær athugasemdir sem bárust gáfu ekki tilefni til breytinga á þeim. Tillögurnar hafa nú verið sendar til Skipulagsstofnunar til staðfestingar og ef óskað er frekari upplýsinga er fólki bent á að hafa samband við Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúa sveitarfélagsins.

Auglýsing um skipulagsmál