Breyting á aðalskipulagi 2009-2021

Héraðsvötn í Skagafirði
Héraðsvötn í Skagafirði

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 24. apríl 2019 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

Tillaga að breytingu var auglýst frá 17. desember 2018 til 25. febrúar 2019. Alls bárust 58 erindi vegna skipulagsins frá umsagnaraðilum, íbúum og öðrum aðilum. Hluti athugasemda var í formi undirskriftarlista og rafrænna undirskrifta alls með rúmlega 200 nöfnum.

Sveitarstjórn féllst á afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar á framkomnum umsögnum og athugasemdum og hefur skipulagstillagan verið uppfærð í samræmi við afgreiðsluna. Öll skipulagsgögn, athugasemdir, umsagnir og viðbrögð sveitarstjórnar verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt aðalskipulagsbreyting hefur verið send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þau sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sveitarstjóra eða skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

 

Sauðárkróki 14. júní 2019

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri