Fara í efni

Bólusetningar - kynningarefni á 13 tungumálum og skráning í bólusetningu

20.10.2021
Leiðbeiningar á 13 tungumálum um bólusetningar má finna á covid.is/vax

Bólusetningar hafa gengið vel á Íslandi, en mikilvægt er að halda íbúum upplýstum um réttinn til bólusetninga og hvar hægt er að fá bólusetningu.

Kynningarefni á 13 tungumálum (ísl., ensku, pólsku, litháísku, spænsku, rússnesku, serbnesku, rúmensku, lettnesku, arabísku, kúrdísku, farsi, tælensku) um réttinn til bólusetninga hefur verið uppfært og aðgengilegt á netinu (https://www.covid.is/vax-kynningarefni ). Efnið er prentvænt og þvi hægur vandi að hengja það upp þar sem starfsfólk og, þar sem við á, viðskiptavinir sjá það.

Á síðunni covid.is/vax má finna upplýsingar og hlekki á nánari leiðbeiningar um hvar er skrá sig í bólusetningu, vottorð,  hver rétturinn er til sjúkratrygginga, hvernig má nálgast rafræn skilríki og fl. Það er einnig á sömu tungumálum og kynningarefnið. Athugið að það kemur fyrir að sum tungumálin koma síðar inn en íslenskan við uppfærslur og því getur einstaka sinnum orðið munur á íslensku útgáfunni og öðrum tungumálum, en það er sjaldnast lengur en 2-3 dagar.

Nú geta allir sem hér starfa og búa skráð sig í bólusetningu, óháð því hvort viðkomandi er með íslenska kennitölu eður ei. Þau sem ekki eru með kennitölu þurfa að skrá nafn, fæðingardag, kyn, ríkisfang og tegund og númer skilríkja, s.s. vegabréf eða skilríki frá Útlendingastofnun.