Bilun í hitaveitunni í Túnahverfinu

Vegna bilunar í stofnlögn ofan Dalatúns þarf að loka fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi fram eftir degi. Lokunin á við allar götur í Hlíða- og Túnahverfi nema Brekkutún, Eyrartún og Gilstún. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á óþægindunum sem því fylgja.