Fara í efni

Berglind Þorsteinsdóttir ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga

11.06.2018
Berglind Þorsteinsdóttir nýr safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga

Berglind Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga frá 1. júlí 2018.  Tvær umsóknir bárust um starfið.

Berglind Þorsteinsdóttir hefur lokið BA prófi í fornleifafræði frá sagnfræði- og heimspekideild Háskóla  Íslands sem og meistaraprófi í menningarfræðum frá sama skóla. Einnig hefur Berglind lokið ýmsum námskeiðum s.s. í grafískri miðlun.

Berglind hefur víðtæka reynslu af störfum við fornleifagröft jafnt hérlendis og erlendis. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri við öflun heimilda og skráningu safnmuna m.a. hjá Listasafni Skagfirðinga og Byggðasafni Skagfirðinga. Einnig hefur hún starfað sem ritstjóri og blaðamaður.

Sveitarfélagið Skagafjörður býður Berglindi velkomna til starfa.