Aukin gæsla Lauskálaréttarballi um helgina
See English below
Nú er ein stærsta helgi í Skagafirði að ganga í garð, Laufskálarétt. Eitt stærsta sveitarball á landinu á sér einnig stað um helgina en það er Laufskálaréttarballið sem haldið er í reiðhöllinni Svaðastöðum á laugardaginn nk. Mikil aðsókn hefur verið síðustu ár á ballið og er aldurstakmark á ballið 16 ára. Eðli málsins samkvæmt þá aukast líkurnar á hvers kyns áhættuhegðun sem ekki er aldurssamsvarandi, svo sem áfengisneysla.
Í ljósi mikillar aðsóknar og 16 ára aldurstakmarks á ballinu hefur sveitarfélagið tekið þá ákvörðun að starfsmenn barnaverndar og starfsmenn frístundar í Skagafirði taki þátt í vettvangsstarfi í samstarfi við lögreglu. Tilgangur þess er að gæta að öryggi og velferð ungmenna á ballinu, lágmarka áhættuþætti, veita stuðning í nærumhverfi ungmenna og skapa öruggar aðstæður.
Starfsfólk sveitarfélagsins mun vera sýnilegt og rölta um á ballinu. Það er okkar ósk að viðvera starfsmanna á ballinu komi til með að geta róað aðstæður og verið til staðar fyrir ungmennin. Það er ekki okkar markmið að gripið sé inn í af hörku heldur að hlúa að öryggi og heilsu ungmenna.
Mikið samstarf verður á milli lögreglu og barnaverndar á meðan viðburðinum stendur. Í þeim tilvikum sem barnavernd eða lögreglan þarf að grípa inn í má ætla að haft verði samband við foreldra eða forsjáraðila og óskað eftir því að ungmennin verði sótt. Þá ber að nefna að öll neysla ungmenna, þar með talin áfengisneysla verður tekin mjög alvarlega. Þá er það ósk sveitarfélagsins að skemmtanahald fari friðsamlega fram og að allir komist heilir heim.
English:
Now one of the biggest weekends in Skagafjörður is approaching, Laufskálarétt. One of the largest local dance in the country also takes place this weekend, which is the „Laufskálaréttarball“ held in the riding hall Svaðastaðir next Saturday. There has been a significant attendance at the dance in recent years. The age limit for the dance is 16 years old. Naturally, the likelihood of various types of risky behavior that are not age-appropriate, such as alcohol consumption, increases.
In light of the high attendance and the 16-year age limit for the dance, the municipality has decided that child protection staff and staff from the community center in Skagafjörður will participate in fieldwork in collaboration with the police. The purpose is to ensure the safety and well-being of the youth at the dance, minimize risk factors, provide support at the dance and create safe circumstances.
Municipality staff will be visible and walk around. It is our hope that the presence of the staff at the dance will help calm situations and be available for the youth. Our goal is not to intervene harshly but to nurture the safety and health of young people.
There will be significant collaboration between the police and child protection during the event. In cases where child protection or the police need to intervene, it is expected that parents or guardians will be contacted and asked to collect the youth. It should also be noted that all consumption by young people, including alcohol consumption, will be taken very seriously.
It is the municipality's wish that the event will proceed peacefully and that everyone gets home safely.