Fara í efni

Auglýst er eftir mannauðsstjóra

20.02.2014

 

 

Auglýst er eftir mannauðsstjóra fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

Helstu verkefni:

  • Þróun- og viðhald mannauðsstefnu
  • Aðstoð og ráðgjöf til stjórnenda
  • Umsjón og þróun starfsmannahandbókar
  • Aðstoð við gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana
  • Samskipti við stéttarfélög, framkvæmd kjarasamninga, réttindamál og aðbúnaður
  • Umsjón með sí- og endurmenntun á vegum sveitarfélagsins
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Stjórnunarreynsla.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæði í störfum, faglegur metnaður, frumkvæði og góð skipulagshæfni.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Mannauðsstjóri starfar á stjórnsýslu- og fjármálasviði.    

Laun og starfskjör fara eftir samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Ráðið verður í starfið sem fyrst. Umsóknafrestur er til 10.mars n.k.  Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimsíðu sveitarfélagsins skagafjordur.is/ störf í boði eða hér

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 Nánari upplýsingar:
Margeir Friðriksson
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
margeir@skagafjordur.is