Fara í efni

Auglýsing um umsóknir byggðakvóta

22.02.2016
Löndun í Hofsóshöfn

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa í eftirfarandi byggðarlögum á grundvelli reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 605, 3. júlí 2015:

 

1)      Auk ofangreindrar reglugerðar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðu byggðalagi sbr. auglýsingu nr. 134/2016 í Stjórnartíðindum:

Árneshreppur       

2)      Fiskistofa auglýsir öðru sinni eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa í neðangreindum byggðarlögum sbr. reglugerð nr. 605/2015 og auglýsingu nr. 134/2016  (áður sendar umsóknir eru gildar): 

 

Sveitarfélagið Skagafjörður (Sauðárkrókur og Hofsós)

 

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér.  Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á eyðublaði sem er að finna hér. 

Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2016.

 

Fiskistofa, 18. febrúar 2016             .